Flugumferðarstjórar bjarga mannslífum

//Flugumferðarstjórar bjarga mannslífum

Þessa dagana stendur yfir heilsuvika Isavia. Einn hluti af henni var fyrirlestur um skyndihjálp sem Óskar Karlsson, aðalvarðstjóri í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, stóð fyrir í Fræðslusetrinu í Reykjavík. Þar fjallaði Óskar stuttlega um skyndihjálp, fór yfir endurlífgun (hjartahnoð, blástur, hjartastuðtæki) o.fl. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og rifjaði upp ýmis praktísk atriði sem gott er að hafa í huga ef sú staða kemur upp að þurfi að beita þessum aðferðum. Þá fengu nokkrir starfsmenn að æfa sig í endurlífgun eins og sjá má hér fyrir neðan.

By |2017-01-08T11:47:08+00:008. mars 2012 14:18|