Stofnfundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra var haldinn þann 4. október 1955. Á þeim fundi voru lög félagsins samþykkt og formleg stofnun fór fram. 

Flugumferðarstjóratal

Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér frekar sögu félagsins er bent á að árið 2001 kom út Flugumferðarstjóratal, þar sem saga félagsins er rakin í máli og myndum. Í bókinni eru einnig upplýsingar um alla flugumferðarstjóra á Íslandi frá upphafi og fram til ársins 2001. Bókin er rituð af Valdimar Ólafssyni fyrrverandi yfirflugumferðarstjóra og fyrsta formanni FÍF. Áhugasamir geta haft samband í gegnum tölvupóst, iceatca@iceatca.com.