Félag íslenskra flugumferðarstjóra greiðir styrk vegna andláts og útfarar, enda hafi hinn látni verið félagi í FÍF í a.m.k. 6 mánuði fyrir andlát. Einnig skal greiddur styrkur vegna útfarar þeirra sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða fengið greidda skírteinistryggingu. Styrkurinn er uppfærður 1. janúar ár hvert miðað við vísitölu neysluverðs í desember árið á undan. Grunnur til útreiknings er 150.000 krónur og vísitala neysluverðs í apríl 2003, 227. Umsækjendum um útfararstyrk er bent á að sækja um dánarbætur í Styrktarsjóði BSRB eigi þeir rétt á því.

Skapist mismunur á fullum útfararstyrk félagsins, og þeim styrk sem viðkomandi getur sótt til Styrktarsjóðs BSRB mun FÍF greiða þann mismun svo aðstandendur félagsfólks verði ekki fyrir skerðingu.

Hægt er að sækja um útfararstyrk með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

Umsókn um útfararstyrk

    Nafn hins látna*

    Kennitala hins látna*

    Dánardagur

    Nafn umsækjanda*

    Tengsl við hinn látna*

    Netfang umsækjanda*

    Símanúmer umsækjanda*

    Bankareikningur til greiðslu styrks

    Kennitala reikningseiganda

    Skilaboð