Góðir félagsmenn! Mér þykir orlofshúsamál félagsins umhugsunarefni – sérstaklega í ljósi viðtaka félagsmanna um seinustu helgi en orlofshúsanefnd auglýsti sem kunnugt er tiltektarhelgi í Gullhvammi. Undirrituð mætti á laugardag í tiltektargír en óhætt er að segja að þverfótað hafi verið fyrir félagsmönnum – eiginmaður Halldóru var þar við störf og rétt seinna komu þær Halldóra, Lára og Helga. Virðist sem svo að félagsmönnum þyki sjálfsagt að sjálfboðaliðar í orlofshúsanefnd taki einir ábyrgð á orlofshúsunum okkar, þ.m.t. að sinna viðhaldi og tiltekt. Dæmin hafa sýnt að félagsmenn hringja í orlofshúsanefnd og kvarta yfir drasli í skáp í stað þess einfaldlega að taka til í andsk. skápnum! Ég legg til að við förum að umgangast þessa sameiginlegu eignir okkar sem akkúrat það: sameiginlegar eignir.
Kveðja, Hlín