Á starfsmannafundi sem haldinn var fyrir nokkrum vikum þá kom fram hjá flugmálastjóra að nefnd sem samgönguráðherra skipaði, um framtíðarskipan flugmála, ætti að ljúka störfum og skila af sér áliti þann 15. desember.  FÍF hefur skiljanlega mikinn áhuga á hverjar niðurstöður nefndarinnar verða en enn hefur ekkert heyrst frá nefndinni.  Við bíðum því eftir að heyra eitthvað, heyrst hafa gróusögur af því að hvaða leið sem farin verður, þá muni breytingar verða keyrðar í gegn, jafnvel á vorþingi.