Aðalfundur FÍF árið 2005 verður haldinn í félagsheimili FÍF, Borgartúni 28, mánudaginn 28. febrúar kl. 20:00. 

12. grein laga FÍF:  Aðalfundur


Aðalfund skal halda í febrúarmánuði ár hvert og boða með skriflegri tilkynningu á vinnustöðum með minnst fimmtán daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.


Störf aðalfundar eru:


a) Skýrsla félagsstjórnar um störf á liðnu ári.


b) Skýrslur nefnda.


c) Endurskoðaðir reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar.


d) Lagabreytingar, enda hafi tillögur um þær borist stjórn félagsins fyrir 10. janúar og verið kynntar félagsmönnum með kjörgögnum.


e) Talin atkvæði og lýst kjöri stjórnar og tveggja varamanna.


f) Kosning trúnaðarráðs og tveggja skoðunarmanna ársreikninga.


g) Ákvörðun styrkja úr sjúkrasjóði og kostnaðargreiðslur til stjórnar.


h) Önnur mál.