Í síðustu viku voru farnar af stað að nýju, viðræður um samkomulag milli FÍF og FMS um fyrirkomulag vinnutíma.  Stjórn FÍF leyfði sér ákveðna bjartsýni, þar eð það voru yfirmenn FMS sem hófu máls á því að reyna ætti að endurvekja bókun 3 frá því í kjaraviðræðum í sumar.  Fundur var haldinn með FMS þar sem málin voru rædd, þar kom fram að 4% launahækkun væri í boði fyrir upptöku á bókun 3.  Stjórn FÍF lagði á það áherslu að hengja yrði við bókunina ákveðið vaktakerfi, þar sem aðalatriðið væri að allir starfsmenn vissu frá fyrstu tíð hvernig kerfi væri um að ræða, að samkomulag yrði um það vaktakerfi sem sett yrði á. FMS hélt sinni fyrri afstöðu um að ekki yrði samið um vaktakerfi.  Stjórn FÍF sá því ekki ástæðu til að halda viðræðum áfram og hefur því sent Flugmálastjóra tilkynningu þess efnis að FÍF muni leggja það í hendur félagsdóms að úrskurða um rétt FMS til að setja einhliða á vaktakerfi í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli.  Bréfið má sjá á lokuðu svæði félagsmanna undir Handbók – Bréf.  Lögfræðingur félagsins undirbýr nú dómsmál – frekari fréttir síðar.