Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur stefnt íslenska ríkinu til Félagsdóms vegna meintra brota Flugmálastjórnar Íslands á kjarasamningum aðila sem felast í einhliða breytingum Flugmálastjórnar á vaktkerfum í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.
Í töflunni hér að neðan er samanburður á vinnutíma starfsfólks hjá Flugmálastjórn Íslands – annars vegar dagvinnufólks og hins vegar flugumferðarstjóra í vaktavinnu skv. hinu nýja vaktkerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Tekið er tillit til sérstakra frídaga sem falla á virka daga árið 2006.




 

















































 

Dagvinnufólk

Flugumferðarstjórar á vöktum í flugstjórnarmiðstöðinni

Helgarfrí á ári (laugard-sunnud)

52

4

Tveir samfelldir frídagar á ári

54

30

Frídagar á ári

114
(helgar og sérstakir frídagar, árið 2006)

91

Frídagar á viku (meðaltal á ári)

2,2

1,75

Vinnudagar á viku (meðaltal á ári)

4,8

5,25

Vinnudagar á ári

251

274

Fjöldi vinnustunda á viku (mánud-sunnud) – mest

40 (40 klst vinnuvika)

38 (38 klst vinnuvika)

44,5

Fjöldi vinnustunda á viku (mánud-sunnud)  – minnst

24 (40 klst)

22,8 (38 klst)

9.-16., 17-23 apríl og 25-31 des. 2006

35

Lengd vinnuviku í klst/meðaltali

38,6 (40 klst vinnuvika)

36,7 (38 klst vinnuvika)

37,33