Fjármálaráðuneytið, Flugmálastjórn Íslands og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli höfðu á mánudag, 24. apríl 2006, samband við stjórn FÍF vegna meintrar  villu í framsetningu launaútreikningsins og óskuðu eftir að FÍF féllist á verulega lækkun á launabreytingum sem fyrirhuguðar eru 1. maí 2006. FÍF lítur svo á að í þessu myndi felast veruleg breyting á gerðum kjarasamningi, sem stjórn og trúnaðarráði væri óheimilt að fallast á enda alls óvíst að hann hefði fengist samþykktur hefði hann verið lagður fyrir félagsmenn í því formi sem gagnaðilinn vill nú færa hann í.

Yfirlýsing FÍF
 https://www.iceatca.com/flugumferd/data/115.pdf