Formanni FÍF hefur verið afhent bréf þar sem aðalvarðstjórar í flugstjórn „hvetja stjórnendur Flugmálastjórnar Íslands og stjórn FÍF eindregið til þess að hefja nú þegar viðræður til að koma á vinnufriði í flugstjórn.“

Undir bréfið skrifa:

Árni Baldursson, Guðmundur Haraldsson, Jón Gunnlaugsson, Jón Árni Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Hörður Arelíusson, Bergþór N. Bergþórsson.

 

Það er skilningur formanns að flugmálastjóra hafi verið afhent samskonar bréf. Fram kemur einnig að afrit hafi verið sent til Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs og Helga Björnssonar, deildarstjóra flugstjórnardeildar. Þá mun afrit einnig liggja frammi í flugstjórn.

 

Stjórn FÍF fagna þessu frumkvæði aðalvarðstjóranna og lýsir því yfir að hún sé, nú eins og endranær, tilbúin til viðræðna við Flugmálastjórn.