Í dómi Félagsdóms frá 6. júlí s.l. lagði dómurinn mat á umkvörtunarefni Félags Íslenskra flugumferðarstjóra vegna vaktkerfa og breytinga á þeim m.a. í ljósi ákvæða kjarasamnings milli flugumferðarstjóra og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkisins. Dómurinn sem er endanlegur sýknaði ríkið að kröfum félagsins. Samgönguráðuneytið hefur kynnt sér þá niðurstöðu Félagsdóms en sú niðurstaða er fenginn án afskipta ráðuneytisins.

Ráðuneytið bendir á að markmiðið með breytingum á vaktakerfum flugumferðarstjóra miðar annarsvegar að því að stytta vaktir og hins vegar að því að aðlaga vinnuafls þörf að flugumferðinni og draga með því úr álagi á þjónustuna. Hvorutveggja mikilvæg markmið í bættu öryggi í þessari starfsemi. Fyrir liggur að ítrekað hefur verið reynt að ná sátt um breytt vaktafyrirkomulag án árangurs.

Samgönguráðherra skorar á aðila málsins að reyna að ná sáttum um fyrirkomulag á vaktakerfunum enda eru sættir besta niðurstaða allra deilna.