Reykjavík 20. ágúst 2006

 

 

Þorgeir Pálsson

flugmálastjóri

 

 

 

 

Efni: Bréf flugmálastjóra til FÍF dags. 18. ágúst 2006

 

 

FÍF vísar til bréfs þíns dags. 18. ágúst þar sem þú dregur þá ályktun að stjórn FÍF eigi stóran þátt í því að fáir mættu á fund sem þú hafðir boðað með flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöðinni þann dag. Þessi ályktun er röng. Stjórn FÍF hafði ekki nein áhrif á það hvort félagsmenn mættu á fundinn. Leita verður skýringa á fámenni á fundinum annars staðar en hjá stjórn FÍF, enda hefur hún ekkert vald yfir því hvernig félagsmenn verja frítíma sínum.

Í bréfi þínu harmar þú að stjórn félagsins skuli ekki treysta sér til að taka þátt í málefnalegri umræðu um vaktkerfið. Hvað þetta varðar ítrekar stjórnin að hún er alltaf tilbúin að ræða við þig um það mál. Óskir þú eftir slíkum fundi með stjórn félagsins er það auðsótt.

Stjórn FÍF fagnar því að loksins sé fram komið hvert markmið vaktkerfisbreytinganna sé, þ.e. að setja á kerfi sem sambærilegt sé við það sem best þykir í nágrannalöndum okkar. Félagið óskar eftir upplýsingum um hvaða vaktkerfi voru höfð til hliðsjónar þegar núverandi vaktkerfi í flugstjórnarmiðstöðinni var mótað.

Þú vísar til þess í bréfi þínu að bréf til þín hafi birst í fjölmiðlum fyrir tilstuðlan félagsins áður en þau bárust þér. Sé hér vísað til bréfa frá IFATCA og ITF þá er stjórn félagsins kunnugt um að þau voru send þér í tölvupósti 15. ágúst um leið og þau voru send til félagsins. Sendendur bréfanna gáfu FÍF heimild til að birta þau í fjölmiðlum daginn eftir, sem félagið gerði. Hafi bréfin ekki borist þér er ekki við FÍF að sakast.

 

Virðingarfyllst,

 

 

 

 












_________________________________

_________________________________

Loftur Jóhannson

Stefán B. Mikaelsson

formaður FÍF

ritari FÍF