Stjórn og Öryggisnefnd Félags íslenzkra atvinnuflugmanna boðar til opins fundar á Hótel Nordica (sal HI) fimmtudaginn 14. desember n.k. kl. 14. um framtíð Keflavíkurflugvallar. FÍA vill með þessum fundi leita svara við spurningum um ýmislegt er varðar flugöryggi og skipulag vallarins í náinni framtíð. Má þar nefna hreinsun flugbrauta, flugstjórnarþjónustu, neyðarviðbúnað og mönnun og búnað slökkviliðs.

 

Framsögumenn verða:

Halldór Þ. Sigurðsson formaður FÍA

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra

Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar

Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair

Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn (Flugstoðum ohf.)

Jóhannes Bjarni Guðmundsson varaformaður FÍA

 

Fundarstjóri verður Örnólfur Jónsson flugstjóri hjá Icelandair.

 

Fundarmönnum gefst kostur á að taka til máls og bera upp fyrirspurnir að loknum framsöguerindum.