Reykjavík 29. Desember 2006.

 

 

 

 

Hr.  Flugmálastjóri

       Þorgeir Pálsson

 

       Reykjavíkurflugvelli.

 

 

 

 

 

 

Öryggisnefnd FÍF  hefur áhyggjur af stöðu flugöryggismála frá og með miðnætti þess 31. desember næstkomandi við aðilaskipti á flugstjórnarþjónustu á Íslandi.  Af því tilefni óskar nefndin eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:

 


  1. Hefur verið gerð öryggisúttekt (Safety Assessment report) á viðbragðsáætlun Flugmálastjórnar bæði innanlands og í úthafsflugstjórnarsvæðinu?  Sé svo óskar nefndin eftir því að fá eintak til aflestrar.

 


  1. Eru fyrirhugaðar breytingar á loftrými og/eða flokkun þess?

 


  1. Hvernig verður kennslu og starfsþjálfun vegna þessa háttað?

 


  1. Með hvaða hætti verður tryggt að aðilar sem hugsanlega sinna flugumferðarstjórn og/eða flugupplýsingaþjónustu uppfylli fyllilega kröfur þar um samkvæmt núgildandi reglum Flugmálastjórnar Íslands?

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

 

Öryggisnefnd FÍF

 

Óskar Óskarsson                                                       Öne/00206

Einar Hilmarsson                                                         Afrit sent:

Kjartan Halldórsson                                                  FÍF,

Hilmar Magnússon                                                    FÍA.