Samgönguráðherra,
hr. Sturla Böðvarsson.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna lýsir yfir áhyggjum sínum vegna
þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska
flugstjórnarsvæðinu nú um áramót. Öryggisnefndin telur víst að flugöryggi muni
skerðast frá því sem verið hefur ef viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf., sem lögð er
fram vegna skorts á mannafla, verði virkjuð. Áætlunin byggir á verulegri takmörkun á
og þjónustu við flugumferð svo sem með takmörkunum á umferð, takmörkunum á
flugferlum, takmörkunum á flughæðum, takmörkunum á komu- og brottflugi, lágmarks
talviðskiptum við flugstjórnarmiðstöð, skertu eða engu ratsjáreftirliti og að
flugumferðarstjórn er lögð af frá flugturnunum á Reykjavíkurflugvelli og á Akureyri.

Öryggisnefndin varar sérstaklega við þeim hættum sem skapast geta á og við
Reykjavíkurflugvöll.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna skorar á samgöngu- og
flugmálayfirvöld að koma í veg fyrir að grípa þurfi til ofangreindrar
viðbúnaðaráætlunar við flugumferðarstjórn þannig að ekki sé tekin óþarfa áhætta á að
fórna þeim mikla og góða árangri sem náðst hefur í flugöryggismálum íslendinga á
undanförnum árum.


f.h. Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna,

Jakob Ólafsson,
formaður.

– – –

Flugmálastjóri,
hr. Þorgeir Pálsson.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna lýsir yfir áhyggjum sínum  vegna
þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska
flugstjórnarsvæðinu nú um áramót. Öryggisnefndin telur víst að flugöryggi muni
skerðast frá því sem verið hefur ef viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf., sem lögð er
fram vegna skorts á mannafla, verði virkjuð. Áætlunin byggir á verulegri takmörkun á
og þjónustu við flugumferð svo sem með takmörkunum á umferð, takmörkunum á
flugferlum, takmörkunum á flughæðum, takmörkunum á komu- og brottflugi, lágmarks
talviðskiptum við flugstjórnarmiðstöð, skertu eða engu ratsjáreftirliti og að
flugumferðarstjórn er lögð af frá flugturnunum á Reykjavíkurflugvelli og á Akureyri.
Öryggisnefndin varar sérstaklega við þeim hættum sem skapast geta á og við
Reykjavíkurflugvöll.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna skorar á samgöngu- og
flugmálayfirvöld að koma í veg fyrir að grípa þurfi til ofangreindrar
viðbúnaðaráætlunar við flugumferðarstjórn þannig að ekki sé tekin óþarfa áhætta á að
fórna þeim mikla og góða árangri sem náðst hefur í flugöryggismálum íslendinga á
undanförnum árum.

f.h. Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna,

Jakob Ólafsson,
formaður.

– – –

Tilkynning til félagsmanna frá öryggisnefnd FÍA.

Vegna yfirtöku flugumferðarþjónustunnar og viðbúnaðaráætlunar Flugstoða ohf.
um flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramót, sem er
tilkomin vegna skorts á mannafla, vill öryggisnefnd FÍA brýna félagsmenn FÍA
til að kynna sér NOTAM Flugmálastjórnar um þær takmarkanir sem taka gildi um
áramót og kynnningarefni Flugmálastjórnar sem fylgja hér sem viðhengi.
Öryggisnefndin hvetur félagsmenn til sérstakrar árvekni við störf sín vegna
þessarar viðbúnaðaráætlunar og bendir mönnum á að tilkynna án tafa! r hnökra í
áætluninni er geta varðað flugöryggi. Tilkynningar þessar skulu sendar til
varðstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni eða til Sigurleifs Kristjánssonar í
síma: 569-4123 / Fax: 562-4599 / farsíma: 897-0336 eða í tölvupóst
silli@caa.is , þá óskar öryggisnefndin eftir að fá afrit af tilkynningum
sendar á tölvupóstfang nefndarinnar oryggisnefnd@fia.is , mun öryggisnefndin
fylgjast með framvindu mála meðan þetta ástand varir.

f.h. Öryggisnefndar FÍA,

Jakob Ólafsson,
formaður.