Í kvöld var samkomulag um lífeyrismál undirritað af stjórn FÍF og fulltrúum Flugstoða. Hvorir tveggja hafa lýst yfir ánægju með að samkomulagið sé í höfn svo hægt sé að snúa sér að daglegum rekstri á ný. Búist er við því að á morgun, 4. janúar, muni þeir flugumferðarstjórar sem ekki hafa ráðið sig hjá Flugstoðum ganga til liðs við félagið og flugumferð á íslenska svæðinu fara í eðlilegt horf.