Vegna breytinga sem urðu skv. lögum um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands nr. 102/2006 þurfa þeir flugumferðarstjórar sem aðild áttu að B-deild LSR í árslok 2006 að sækja um einstaklingsaðild að sjóðnum.

Flugumferðarstjórar sem eiga aðild að A-deild sjóðsins halda henni óbreyttri a.m.k. til febrúarloka 2008.

 

Úr reglum sjóðsins um áframhaldandi aðild vegna niðurlagningar starfs.

 

Umsókn og fylgigögn

Umsókn um áframhaldandi aðild að B-deild LSR vegna niðurlagningar á starfi skal að jafnaði berast í beinu framhaldi af niðurlagningu á starfi, vera skrifleg og beint til stjórnar.

Með umsókn samkvæmt 1. mgr. skulu fylgja eftirtalin gögn:

Staðfesting launagreiðanda á því að viðkomandi starf hafi verið lagt niður og á hvaða tíma.

Staðfesting á þeim launum sem síðast var greitt af til sjóðsins, þ.e. kjarasamningi, launaflokki og þrepi eða sambærilegri kjaraákvörðun. Ef greidd eru biðlaun þá þarf að liggja fyrir staðfesting á fjárhæð þeirra og hvenær þeim greiðslum lýkur.

 

Á heimasíðu LSR undir flipanum eyðublöð má finna Umsókn um áframhaldandi aðild að B-deild LSR og LH ( einstaklingsaðild ). Þetta eyðublað þarf að útfylla og skila til LSR sem fyrst ásamt tilgreindum fylgigögnum (bréf flugmálastjóra frá því í ágúst 2006 þar sem hann tilkynnir að starfið sé lagt niður og síðasti launaseðill).

 

Að öðru leyti vísast til starfsmanna sjóðsins um leiðbeiningar.

 

Stjórn FÍF