ILO (International Labour Organization) hefur brugðist við ákalli ITF (International Transport Workers´ Federation) og IFATCA (International Federation of Air Traffic Controllers’ Associations) um að stofnunin beitti sér fyrir því að tveir brasilískir flugumferðarstjórar yrðu leystir úr fangelsi og að ráðstafanir yrðu gerðar vegna yfirvofandi hættuástands í flugmálum Brasilíu.

IFATCA og ITF sendu sameiginlega beiðni (sjá nánar hér) til framkvæmdastjóra ITF um að stofnunin skipti sér að málinu. ILO hefur þegar svarað og fullvissað bæði samtökin um að stofnunin hafi þegar í stað brugðist við ákalli þeirra.


ITF og IFATCA höfðu varað við því að ástandið í Brasilíu rambaði á barmi stjórnleysis eftir að flugumferðarstjórarnir tveir voru handteknir fyrir að tjá sig við fjölmiðla um áhyggjur sínar af flugöryggi og óróa meðal flugumferðarstjóra. Það er vaxandi kreppa í flugmálum Brasilíu sem hefur m.a. leitt til þess að tvö stór flugfélög hafa hætt starfsemi með tilheyrandi atvinnuleysi.


Samvinna ITF og IFATCA í þessu máli er árangur samkomulags samtakanna frá 9. júlí 2007 um samstarf þeirra í sameiginlegum hagsmunamálum meðlima sinna.