Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFATCA, telja að nú vanti a.m.k. 3000 flugumferðarstjóra til starfa og að ekki sé fyrirsjáanlegt að úr þeim skorti verði leyst á næstunni. Ljóst er að nú er hafin samkeppni milli flugumferðarþjónustuaðila um þá flugumferðarstjóra sem til eru.

 

Breska flugumferðarþjónustufyrirtækið NATS (samsvarar Flugstoðum á Íslandi) auglýsir á heimasíðu sinni eftir flugumferðarstjórum með réttindi í svæðis- og aðflugsstjórn. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað lýst því yfir, þegar þau hafa átt í kjaradeilum við flugumferðarstjóra, að hætta sé á að íslendingar missi úthafsflugstjórnarsvæði sitt í hendur NATS vegna kjarakrafna flugumferðarstjóra.

Íslenskir flugumferðarstjórar ættu nú að íhuga að launamarkmiðum þeirra í yfirstandandi kjaraviðræðum yrði sjálfkrafa náð, og ríflega það, réðu þeir sig til þessa samkeppnisaðila.

 


Job ID: 1098
Location: UK – various
Salary: Competitive salary and benefits

As the world leader in air traffic management NATS ensures the safe passage of more than 2.4 million flights a year – which is why we need the very best en route and approach radar controllers to join us at one of our centres in the UK.

Preferably with a European enroute or approach radar licence and recent competency, you must hold a current medical certificate.

Apply now or Find out more about Controllers…

 

 

Remuneration
Experienced controllers at some of our busiest units can earn in excess of £75,000.