Kosningar um verkfallsaðgerðir FÍF til að knýja á um framgang kjaramarkmiða FÍF

 

Á félagsfundi 22.  maí 2008 var eftirfarandi áskorun til stjórnar og trúnaðarráðs FÍF samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


Samningar Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa verið lausir frá því í lok febrúar síðastliðinn. Samningaviðræður FÍF og Flugstoða/SA/ríkisins hafa hingað til verið árangurslausar. Félagsfundur í FÍF skorar á stjórn og trúnaðarráð félagsins að hefja þegar í stað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir til að knýja á um framgang kjaramarkmiða félagsins.


Í samræmi við áskorun fundarins leggja stjórn og trúnaðarráð til að boðað verði til 20 sjálfstæðra verkfalla, samkvæmt meðfylgjandi töflu hér að neðan, sem taki til allra félagsmanna sem starfa hjá Flugstoðum ohf. annars vegar og hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórn Íslands hins vegar. Á kjörseðli munu félagsmenn hafa val um að samþykkja öll verkföllin eða að hafna þeim öllum eða að samþykkja sum og hafna öðrum.

 















































































































Tafla yfir verkföll

Vinnustöðvun

Dagsetning

Vikudagur

Frá kl. – til kl.

1

27.06.2008

föstudagur

07:00 – 11:00

2

30.06.2008

mánudagur

07:00 – 11:00

3

02.07.2008

miðvikudagur

07:00 – 11:00

4

03.07.2008

fimmtudagur

08:00 – 12:00

5

04.07.2008

föstudagur

09:00 – 13:00

6

05.07.2008

laugardagu

07:00 – 11:00

7

06.07.2008

sunnudagur

08:00 – 12:00

8

07.07.2008

mánudagur

09:00 – 13:00

9

08.07.2008

þriðjudagur

07:00 – 11:00

10

09.07.2008

miðvikudagur

08:00 – 12:00

11

10.07.2008

fimmtudagur

09:00 – 13:00

12

11.07.2008

föstudagur

07:00 – 11:00

13

12.07.2008

laugardagur

08:00 – 12:00

14

13.07.2008

sunnudagur

09:00 – 13:00

15

14.07.2008

mánudagur

07:00 – 11:00

16

16.07.2008

miðvikudagur

07:00 – 11:00

17

17.07.2008

fimmtudagur

08:00 – 12:00

18

18.07.2008

föstudagur

09:00 – 13:00

19

19.07.2008

laugardagur

07:00 – 11:00

20

20.07.2008

sunnuudagur

07:00 – 11:00

 

Þeir félagsmenn sem eru starfsmenn Flugstoða ohf. munu greiða atkvæði um verkföll hjá Flugstoðum ohf. og  þeir félagsmenn sem eru starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórnar Íslands munu greiða atkvæði um verkföll hjá þessum stofnunum sameiginlega.

 

Kjörfundur fyrir starfsmenn Flugstoða ohf. í Reykjavík og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugmálastjórnar Íslands veður haldinn á skrifstofu FÍF að Grettisgötu 89, Reykjavík, á mánudag 9. júní og á  þriðjudag 10. júní næstkomandi frá kl. 16:00 til 21:00 báða dagana.

 

Kjörfundur fyrir starfsmenn Flugstoða ohf. á Akureyri verður haldinn mánudaginn 9. júní frá 16:00 til 18:00 í flugturninum á Akureyri.

 

Kjörfundur fyrir starfsmenn Flugstoða ohf. í Vestmannaeyjum verður haldinn mánudaginn 9. júní frá 16:00 til 18:00 í flugturninum í Vestmannaeyjum.

 

Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaðir í kjörsjórn:

 

Ottó Eiríksson (formaður), Eggert Matthíasson, Matthías Einarsson, Björg Unnur Sigurðardóttir (Akureyri), Bjarni Halldórsson (Vestmannaeyjar).

 

Kjörstjórn