BSRB krefst þess að raunvextir verði lækkaðir þegar í stað. Himinháir vextir eru að keyra skuldsett heimili og fyrirtæki á kaf og er það fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að lækka ekki vexti og draga þar með úr óbærilegri skuldabyrði. Þá þarf einnig að huga að róttækum ráðstöfunum til að aðstoða fólk með vísitölubundin lán ef verðbólgan rýkur upp tímabundið eins og hætta er á að gerist á komandi vikum. Þá er nauðsynlegt að endurskoða gildandi vísitöluútreikninga. Þeir endurspegla liðna tíð en ekki neyslumynstrið eins og það er nú.

Sjá heimasíðu BSRB