Stjórn BSRB mótmælir harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um flatan 10% niðurskurð í velferðarkerfi landsmanna. Þetta hefði í för með sér fjöldauppsagnir og verulega skerðingu á þjónustu og gengur þvert á það sem nú er brýnast að gera: stórefla velferðarþjónustuna og styrkja öryggisnet fjölskyldnanna. Á tímum samdráttar er fráleitt að grípa til ráðstafana sem auka á atvinnuleysi í landinu. BSRB hefur á undanförnum misserum margoft bent á hve þröngur stakkur mörgum samfélagsstofnunum er sniðinn og að það hamli því að þær geti sinnt þjónustuhlutverki sínu. Niðurskurður á framlögum til þessara stofnana nú er glapræði og hvetur BSRB alla landsmenn til að mótmæla þessum einhliða ráðstöfunum. 

Sjá heimasíðu BSRB