Í dag, þann 20 október, er alþjóðlegi flugumferðarstjóradagurinn. Þennan dag árið 1961 voru Evrópusamtök flugumferðarstjóra (EFATCA) stofnuð.

Stofnfundur FÍF var haldinn 4. október 1955. Frá þeim tíma hefur FÍF gætt hagsmuna félagsmanna, meðal annars við gerð kjarasamninga o.fl..

FÍF er í dag meðlimur alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra (IFATCA) sem er fagfélag sem vinnur fyrir 50.000 flugumferðarstjóra um allan heim. Það eru 134 samtök aðilar að IFATCA. Alþjóðlegi flugumferðarstjóradagurinn er haldinn til þess að minnast stofnunar EFATCA, sem er í raun undanfari IFATCA.

Einnig er FÍF aðili að ITF (International Transport Federation) sem er stéttarfélag aðila í flutningageiranum.

Umsókn FÍF að ATC-EUC verður tekinn fyrir í nóvember á haustþingi samtakanna. ATC-EUC er stéttarfélag flugumferðarstjóra í Evrópu.

Til þess að halda upp á daginn bíður FÍF félagsmönnum og öðru starfsfólki upp á kökur á vinnustöðum flugumferðarstjóra klukkan 1430.

Stjórn FÍF