Ágætu félagsmenn

Stjórnarkjör FÍF mun nú fara fram rafrænt í annað skipti. Í þetta sinn mun það fara fram á heimasíðu FÍF, www.iceatca.com. Til þess að kjósa þurfa félagsmenn að nota aðgang sinn að heimasíðunni. Því er mikilvægt að allir félagsmenn séu með aðgang að henni. Þeim sem vantar að láta virkja aðgang sinn er bent á að hafa samband við Guðmund Karl, vefstjóra, á netfang gk@iceatca.com eða þá gke@flugstodir.is og mun hann sjá um að framkvæma það.

Þegar félagsmaður skráir sig inn á heimasíðuna munu birtast upplýsingar um það hvernig er hægt að kjósa. Kosning hefst sunnudaginn 7. febrúar 2010 klukkan 2000 og lýkur mánudaginn 22. febrúar 2010 klukkan 2000. Úrslitin verða kunngjörð á aðalfundi FÍF sama kvöld.

Það eru allir félagsmenn í kjöri. Þeir sem hafa gengt störfum fyrir félagið tvö ár í senn geta skorast undan áframhaldandi störfum næstu tvö ár þar á eftir samkvæmt lögum FÍF, 8. grein.

Í þessu stjórnarkjöri mun verða kosið um einn formann FÍF, 3 stjórnarmenn og tvo varamenn. Það er kosið um 2 stjórnarmenn til tveggja ára og einn stjórnarmann til eins árs. Það er vegna þess að á síðastliðnu ári þá hætti stjórnarmaður í stjórn FÍF og varamaður sem var kosinn til eins árs tók við. Þeir tveir stjórnarmenn sem fá flest atkvæði munu sitja til tveggja ára og sá í þriðja sæti mun sitja til eins árs. Formaðurinn er kosinn til eins árs sem og varamenn. Nánari upplýsingar um skipun stjórnar má finna í 18. grein laga FÍF.

Stjórn FÍF hvetur alla félagsmenn til þess að nýta atkvæðisrétt sinn. Ef einhver félagsmaður bíður sig fram til starfa fyrir félagið og vill koma því á framfæri er honum bent á að hafa samband við Jón Ágúst, ritara FÍF, á netfang jag@iceatca.com og mun hann áframsenda það á alla félagsmenn.

Kveðja

Stjórn FÍF