Í dag, miðvikudaginn 20. október, er alþjóðadagur flugumferðarstjóra. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hver sama dag og Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra (IFATCA) voru stofnuð en samtökin voru stofnuð þennan dag árið 1961. Þau fagna 49 ára afmæli og fer því í hönd 50. starfsár samtakanna.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum kekmur fram að þau hafi verið stofnuð fyrir tilstuðlan mikils áhuga á flugumferðarstjórn og flugöryggi sem enn er í hávegum haft hjá flugumferðarstjórum um allan heim. Samtökin urðu strax mjög stór og jákvæð viðbrögð urðu við stofnun þeirra um allan heim.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að flug sé mikilvægur hluti af lífi fólks á jörðinni, en að flugumferðarstjórn sé oft mjög misskilin, vanmetin og tengd við kjaradeilur, flugslys og seinkanir í gegnum neikvæða umfjöllun fjölmiðla. Flugumferðarstjórar fá sjaldan viðurkenningu fyrir störf sín sem þó eru grundvöllur öruggrar flugumferðar.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra óskar flugumferðarstjórum til hamingju með daginn.

Tilkynninguna má lesa hér: Fréttatilkynning IFATCA v/alþjóðakega flugumferðarstjóradagsins 2010