Nú er staðfest að nýsjálenskur flugumferðarstjóri, Jillian Murphy, lést í jarðskjálfanum í Christchurch á Nýja Sjálandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst frá NZALPA (The New Zealand Air Line Pilots’ Association).

Jillian starfði lengi hjá Airways sem flugumferðarstjóri, bæði í flugturninum í Christchurch og einnig í Tauranga. Henni er lýst, af samstarfsmönnum, sem einstaklega skemmtilegri og hláturmildri konu og verður sárt saknað af samstarfsfólki sem og fjölskyldu. Jillian lætur eftir sig sambýlismann og tvö börn.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra sendir fjölskyldu Jillian og samstarfsfélögum samúðarkveðju á þessum erfiðu tímum.