Í dag er alþjóðadagur flugumferðarstjóra og að því tilefni og einnig að tilefni 50 ára afmælis IFATCA og 56 ára afmælis FÍF verður boðið uppá glæsilega köku á starfstöðvum flugumferðarstjóra í dag milli klukkan 14:00 og 15:00.  Samstarfsfólk á viðkomandi starfsstöðvum er að sjálfsögðu velkomið líka.

Að þessu tilefni viljum við ennfremur benda félagsmönnum á glæsilega afmælisútgáfu tímaritsins Controller sem búið er að dreifa á starfsstöðvar.

Sérstaklega langar mig að benda á mynd frá stofnfundi IFATCA á bls. 17. Þar má sjá fríðan hóp frumkvöðla að stofunum alþjóðasamtakanna og sérstaklega má benda á fyrrum formenn FÍF, þá Árna Þorgrímsson (2.röð, 2. frá vinstri) og Valdimar Ólafsson (4.röð, lengst til vinstri) en þeir voru einmitt fulltrúar FÍF á stofnfundi IFATCA sem haldinn var í Amsterdam árið 1961.

Félagsmenn sem eru í vaktafríi eru hvattir til að mæta í kaffi hafi þeir tök á því.