FÍF er aðili að BSRB og einnig að styrktarsjóði BSRB sem allir flugumferðarstjórar greiða þannig í. Þeir flokkar sem sjóðurinn styrkir eru:

  • Sjúkraþjálfun, nudd, nálastungumeðferðir og hnykklækningar
  • Krabbameinsleit
  • Hjartavernd
  • Ferðakostnaður
  • Líkamsrækt
  • Ættleiðingar
  • Tæknifrjóvgun
  • Gleraugnakaup og sjónlagsaðgerðir
  • Heilsustofnunin í Hveragerði
  • Sálfræði og félagsráðgjöf
  • Útfarir
  • Tannlæknakostnaður
  • Heyrnatæki
  • Fæðingarstyrkir

Auk þess greiðir sjóðurinn dagpeninga til sjóðsfélaga vegna veikinda í allt að 90 daga eftir að greiðslum atvinnurekenda lýkur.

Félagar í FÍF eru hvattir til þess að kynna sér þá styrki sem eru í boði hjá styrktarsjóð BSRB á vefsíðunni styrktarsjodur.bsrb.is.