Nú er að ljúka vinnu við gerð starfsaldurslista FÍF samkvæmt þeim gögnum sem félagið hefur undir höndum. Það er misræmi í gögnum félagsins um starfsaldur en það eru til gögn bæði hjá stjórninni og hjá orlofshúsanefnd og síðan þeirra gagna sem Isavia hefur. Til einföldunar (líklegast) hefur starfsaldur í þessum gögnum oft verið færður til 1. dags prófmánaðar eða mánaðarins á eftir. Margir af þeim sem voru ráðnir fyrir 1991 eru með hagstæðara viðmið með uppsöfnuðum starfsaldri frá fyrra starfi hjá ríki eða bæ og því er starfsaldurinn hjá þeim hærri en sem nemur próftökudegi.

Til að ganga frá starfsaldurslistanum þarf ég þína hjálp. Vinsamlegast athugaðu hvort starfsaldur þinn sé réttur. Hafi þú athugasemd þá vinsamlegast sendu beiðni um leiðréttingu á starfsaldurslista á matti@iceatca.com.

Starfsaldurslisti FÍF