styrkurStjórn FÍF vill minna félagsmenn á Styrktarsjóð BSRB.  Linkur inn á styrktarsjóðinn er neðst á heimasíðu FÍF, www.iceatca.com.  Einnig er hægt að fara beint inn á heimasíðu sjóðsins á styrktarsjodur.bsrb.is.  Á síðu sjóðsins er að finna umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þá styrki sem sjóðurinn veitir.

Sjóðurinn styrkir:

  • Sjúkraþjálfun, nudd, nálastungumeðferðir og hnykklækningar
  • Krabbameinsleit
  • Hjartavernd
  • Ferðakostnað vegna læknisaðgerða eða rannsókna
  • Líkamsrækt
  • Ættleiðingar
  • Tæknifrjóvgun
  • Gleraugnakaup og sjónlagsaðgerðir
  • Dvöl á Heilsustofnuninni í Hveragerði
  • Sálfræði- og félagsráðgjöf
  • Útfarir
  • Vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát
  • Tannlæknakostnað
  • Heyrnartæki
  • Vegna fæðinga (einnig greiddir styrkir vegna fósturláta og andvana fæðinga eftir 18 vikur)

 

Athugið að fæðingarstyrkir eru greiddir eftir að barn fæðist og þarf umsókn að berast sjóðnum innan 18 mánaða frá fæðingu barnsins.  Fæðingarstyrkir eru greiddir óháð því hvort foreldri taki fæðingarorlof eður ei.