Jón Grétar HaraldssonJón Grétar Haraldsson fyrrverandi flugumferðarstjóri lést í síðustu viku 72 ára að aldri. Jón hóf störf hjá Flugmálastjórn í Keflavík 20. ágúst 1965. Hann lauk turnréttindum í Keflavík 1967, tók aðflugsréttindi fyrir Keflavík 1973 og fyrir Reykjavík árið 1981 en sama ár lauk hann einnig ratsjárréttindum. Áður en Jón hóf störf nám í flugumferðarstjórn starfaði hann sem verkamaður og verslunarmaður hjá varnarliðinu. Jón starfaði sem aðalvarðstjóri í flugturninum í Keflavík þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Jón var kvæntur Ester Jörundsdóttur verslunarmanni og áttu þauf fimm börn og fósturbörn.

Útför Jóns Grétars fer fram í kyrrþey. Félag íslenskra flugumferðarstjóra sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.