Eins og fram hefur komið á vefnum hafa Evrópusamtök flugumferðarstjóra (ATCEUC) staðið í deilum við Evrópusambandið vegna fyrirhugaðra reglugerða sambandsins um samevrópskt loftrými. Það er skoðun ATCEUC að reglugerðirnar vinni gegn öryggi og að markmið um sparnað séu með öllu óraunhæf þegar fullt tillit sé tekið til öryggissjónarmiða.

ATCEUC hafði boðað til samevrópsks verkalls þann 10. október 2013 til þess að þrýsta á Evrópusambandið að koma til viðræðna um fyrirhugaðar reglur. Evrópusambandið lofaði samráði við ATCEUC og aðra hagsmunaaðila og var verkfallinu því frestað. Svo hefur komið í ljós, að mati ATCEUC, að lítið var á bakvið loforð Evrópusambandsins.

Því boðar ATCEUC til aðgerða allra flugumferaðarstjóra í Evrópu þann 29. janúar 2014.*

Fréttatilkynning ATCEUC 13. janúar 2014

* Íslensk lög leyfa ekki samúðarverkföll af þessum toga og því munu íslenskir flugumferðarstjórar ekki leggja niður störf.