Á árlegum Evrópufundi Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra, IFATCA, voru öryggismál flugumferðarþjónustu í Evrópu rædd. Lýstu menn þar yfir áhyggjum vegna þess að við innleiðingu nýrra flugstjórnarkerfa væri öryggis ekki alltaf gætt. Einnig að skortur á flugumferðarstjórum á sama tíma og umferð á svæðinu eykst væri að verða verulegt vandamál. Á fundinum voru fleiri mál rædd og meðal annars fjallað um flug Malaysian Airlines MH17 sem var skotið niður í Úkraínu.

Press release ERM 2014