IFATCA, alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem nepölskum flugumferðarstjórum er þakkað fyrir ótrúlegt afrek í kjölfar jarðskjálftanna í Nepal. Þrátt fyrir að margir hefðu sjálfir misst húsin sín gerðu þeir sitt allra besta til þess að halda uppi nauðsynlegri flugumferðarþjónustu á erfiðum tímum. Þjónustan var lykilþáttur í að hægt væri að koma nauðstöddum til hjálpar. Alþjóðaflugvöllurinn í Kathmandu er venjulega lokaður á nóttunni en hann var hafður opinn allan sólarhringinn.

IFATCA Press Release Nepal 29. May 2015