RVKflugturn_kollegar_RGB_TA_expNever_1274Þann 18. maí sl dæmdi Félagsdómur í máli SA/Isavia gegn FÍF er varðaði lögmæti þjálfunarbanns félagsmanna FÍF. Félagsdómur úrskurðaði FÍF í vil og því staðfest að þjálfunarbann er lögmæt verkfallsaðgerð. SA/Isavia var einnig gert að greiða 400.000 kr. í málskostnað. Hægt er að lesa úrskurðinn hér: http://www.urskurdir.is/Felagsmala/Felagsdomur/2016/05/18/nr/8388

Ótímabundið þjálfunarbann og yfirvinnubann er í gildi hjá félagsmönnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Undanþága hefur verið veitt fyrir sjúkra- og neyðarflug.

Stjórn FÍF