Í morgun hófst formlega Evrópuþing IFATCA, alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra, á Icelandair hótel Natura. FÍF heldur þingið þetta árið með dyggum stuðningi frá Isavia, Tern og fleirum. Þar verða ræddar ýmsar áskoranir sem fylgja aukinni umferð, nýrri tækni og síbreytilegum flugheimi. Þingið sitja 125 einstaklingar frá meira en 30 löndum.

FÍF þakkar Isavia og Tern veittan stuðning.