Evrópusamband flugmanna (ECA) og Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra (IFATCA) hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna samkomulags ráðherra ESB í flugöryggismálum. Telja samtökin að með samkomulaginu færist Evrópa fjær sk Just Culture sem felur í sér að ef mistök verða er ekki leitað að sökudólg heldur hvað má gera og hvernig má bæta kerfið í heild til þess að mistökin endurtaki sig ekki. Í fyrirhugaðri reglugerð sé ekki gert ráð fyrir að flugmenn, flugumferðarstjórar og aðrir flugliðar geti tilkynnt atvik á sama hátt og áður og kerfið letji til þess. Þetta sé varasöm þróun því lykillinn að öruggara umhverfi sé að læra af mistökunum.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna í heild sinni.

IFATCA Press Release 10 June 2013