Fréttir

/Fréttir/

Alþjóðadagur flugumferðarstjóra

Þann 20. október ár hvert er haldið upp á alþjóðadag flugumferðarstjóra um allan heim. Það eru Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra (IFATCA) sem standa fyrir deginum en aðildarfélög samtakanna standa fyrir ýmis konar viðburðum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra óskar félagsmönnum sínum til hamingju með daginn.

By |2018-11-01T23:50:13+00:0020. október 2018 01:00|

Dirty Dozen

Öryggisnefnd FÍF vill benda á “The Dirty Dozen” veggspjöldin frá samgöngustofu. Byggð á upprunalegri hugmynd frá Kanada með markmiðið að vekja athygli á 12 algengustu mannlegu þáttunum sem eiga í hlut þegar kemur að flugatvikum/slysum.    Fyrsta spjaldið af 12 hefur verið gefið út og hin munu fylgja á næstu mánuðum.  Skoða á vef Samgöngustofu. [...]

By |2018-03-03T10:42:44+00:003. mars 2018 10:42|

Reykjavik flight safety symposium haldið 13. apríl 2018

Þann 13. apríl 2018 stendur öryggisnefnd FÍA fyrir ráðstefnunni Reykjavik Flight Safety Symposium á Hilton Reykjavik Nordica kl. 10:00-17:00. Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangseyrir er 2.990 kr og innifalið eru kaffiveitingar og hádegisverður.  Main topics are pilot training, cyber threats, SBAS navigation, cabin air quality and human factors. The event will bring together air traffic [...]

By |2018-02-09T08:16:19+00:009. febrúar 2018 08:16|

Alþjóðadagur flugumferðarstjóra

Þann 20. október ár hvert er haldið upp á alþjóðadag flugumferðarstjóra um allan heim. Það eru Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra (IFATCA) sem standa fyrir deginum en aðildarfélög samtakanna standa fyrir ýmis konar viðburðum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra óskar félagsmönnum sínum til hamingju með daginn.  

By |2017-10-20T00:24:54+00:0020. október 2017 00:21|

ERM Reykjavík 2016

Í morgun hófst formlega Evrópuþing IFATCA, alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra, á Icelandair hótel Natura. FÍF heldur þingið þetta árið með dyggum stuðningi frá Isavia, Tern og fleirum. Þar verða ræddar ýmsar áskoranir sem fylgja aukinni umferð, nýrri tækni og síbreytilegum flugheimi. Þingið sitja 125 einstaklingar frá meira en 30 löndum. FÍF þakkar Isavia og Tern veittan stuðning.

By |2016-10-22T10:45:26+00:0022. október 2016 10:45|

Yfirlýsing frá IFATCA

IFATCA sendi frá sér í gær yfirlýsingu varðandi ástands flugumferðarstjóra hérlendis. Þar lýsir IFATCA yfir áhyggjum af flugöryggi og þeirri manneklu sem búið er við. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan: Yfirlýsing IFATCA 21. júlí 2016

By |2017-01-08T11:47:06+00:0022. júlí 2016 21:53|

Yfirlýsing frá Öryggisnefnd FÍF

Frétt á mbl.is í gær undir fyrirsögninni „Flugturninn nánast mannlaus“ lýsir grafalvarlegri stöðu sem kom upp í flugturninum í Keflavík í gær þegar aðeins einn flugumferðarstjóri í stað þriggja var á vakt í átta klukkustundir. Í fréttinni er síðan haft eftir Isavia að þetta ástand hafi „aðeins áhrif á eina og eina vél og helst [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:008. júlí 2016 21:31|

Ályktun félagsfundar FÍF 8.6.2016

Félagsfundur í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra þann 8. júní 2016 lýsir yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeilu félagsins við Isavia. Vakin er athygli á því að flugumferðarstjórar hafa ekki verið í verkfalli heldur yfirvinnubanni sem að mati fundarins eru mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda og samninganefndar þeirra [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:009. júní 2016 12:49|

Dómur félagsdóms

Þann 18. maí sl dæmdi Félagsdómur í máli SA/Isavia gegn FÍF er varðaði lögmæti þjálfunarbanns félagsmanna FÍF. Félagsdómur úrskurðaði FÍF í vil og því staðfest að þjálfunarbann er lögmæt verkfallsaðgerð. SA/Isavia var einnig gert að greiða 400.000 kr. í málskostnað. Hægt er að lesa úrskurðinn hér: http://www.urskurdir.is/Felagsmala/Felagsdomur/2016/05/18/nr/8388 Ótímabundið þjálfunarbann og yfirvinnubann er í gildi hjá [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:0028. maí 2016 20:21|