Fréttir

/Fréttir/

Félag íslenskra flugumferðarstjóra 60 ára

Þann 5. maí 1946 tóku fyrstu íslensku flugumferðarstjórarnir við starfinu af bresku herliði og voru þar með komnir með ábyrgð á flugumferðarstjórn á Íslandi. Síðar sama ár var Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) stofnað og voru flugumferðarstjórarnir meðlimir þar. Þeir voru þá ungir og höfðu ekki miklar áhyggjur. Kaupið var ekki hátt, 2000 kr á mánuði. [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:004. október 2015 14:29|

Svan H. Trampe látinn

Svan H. Trampe, fyrrverandi flugumferðarstjóri, er látinn. Svan tók grunnnám í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn fyrri hluta árs 1954 og hóf störf hjá Flugmálastjórn 20. apríl 1955. Hann tók TWR og APP réttindi í Reykjavík 8. maí 1959, OAC og ACC réttindi 29. desember 1961 og ratsjárréttindi 1973 eftir námskeið hjá IAL í London. Hóf störf [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:008. september 2015 15:58|

Námskeið um alþjóðareglur í flugi og innleiðingu þeirra hér á landi

Í október býður Endurmenntun Háskóla Íslands upp á námskeið um alþjóðareglur í flug og innleiðingu þeirra hér á landi. Á námskeiðinu verður farið yfir uppruna alþjóðareglna í flugi á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), innleiðingu þeirra hér á landi og þróun á þessu sviði með EES samningnum og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA). Námskeiðið er í höndum Karls Alvarssonar, [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:007. september 2015 11:12|

IFATCA hrósar nepölskum flugumferðarstjórum

IFATCA, alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem nepölskum flugumferðarstjórum er þakkað fyrir ótrúlegt afrek í kjölfar jarðskjálftanna í Nepal. Þrátt fyrir að margir hefðu sjálfir misst húsin sín gerðu þeir sitt allra besta til þess að halda uppi nauðsynlegri flugumferðarþjónustu á erfiðum tímum. Þjónustan var lykilþáttur í að hægt væri að koma [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:002. júní 2015 15:16|

Jón Ísaksson látinn

Jón Þórmundur Ísaksson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, er látinn 88 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum þann 14. maí sl. Útförin verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 22. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Jón lauk atvinnuflugmannsprófi frá Spartan Schoold of Aeronautics í Tulsa Oklahoma árið 1947 og starfaði sem flugmaður hjá Loftleiðum 1948-1953. Hann hóf [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:0022. maí 2015 09:54|

Yfirlýsing frá IFATCA vegna flugslyss í Moskvu

Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFATCA, hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem samtökin fordæma rússnesk yfirvöld vegna ákvörðunar um að ákæra flugumferðarstjóra sem voru á vakt á Vnukovo flugvellinum í Moskvu þann 20. október sl þegar frönsk einkaþota fórst eftir árekstur við snjóruðningstæki. Rannsókn á slysinu er enn í gangi og því ótímabært að ráðast í [...]

By |2014-11-01T14:09:13+00:001. nóvember 2014 14:09|

Evrópskir flugumferðarstjórar lýsa yfir áhyggjum

Á árlegum Evrópufundi Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra, IFATCA, voru öryggismál flugumferðarþjónustu í Evrópu rædd. Lýstu menn þar yfir áhyggjum vegna þess að við innleiðingu nýrra flugstjórnarkerfa væri öryggis ekki alltaf gætt. Einnig að skortur á flugumferðarstjórum á sama tíma og umferð á svæðinu eykst væri að verða verulegt vandamál. Á fundinum voru fleiri mál rædd og meðal [...]

By |2014-10-14T08:39:39+00:0014. október 2014 08:39|

Fræðslufundur vegna starfsloka

Fundurinn verður þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 13:30-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Á fundinn mæta fulltrúar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga auk fulltrúa frá Tryggingastofnun. Nánari dagskrá auglýst síðar. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum. Skráning á [...]

By |2014-09-05T21:09:30+00:003. september 2014 19:35|

ECC 2015

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í ECC 2015 í Salou, Barcelona eru beðnir um að senda email á sigurdur.johannesson@isavia.is og tilkynna þáttöku. Fyrstu greiðslu, 350 €, þarf að greiða fyrir 1. september næstkomandi. Allar frekari upplýsingar er að finna á http://www.ecc2015salou.com

By |2017-01-08T11:47:06+00:0021. júlí 2014 03:39|

Guðmundur Snorri látinn

Guðmundur Snorri Garðarsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, lést föstudaginn 4. júlí síðastliðinn 67 ára að aldri. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13:00. Guðmundur Snorri fæddist í Reykjavík 30. september 1946. Hann lauk grunnnámskeiði í flugumferðarstjórn í Keflavík fyrri hluta árs 1965 og hóf verklegt nám í Reykjavík vorið 1966. Guðmundur Snorri hlaut turnréttindi [...]

By |2017-01-08T11:47:06+00:006. júlí 2014 23:10|